Vörur fyrir hárið

Hárið á það til að skipta mörgum miklu máli, viljum að það líti út fyrir að vera heilbrigt og fallegt, ég er engin undantekning þar.

Fyrra sumar átti ég skrautlegt tímabil með hárið, ég vildi hafa það dökkt efst og alveg ljóst niður og hófst handa með hjálp hárgreiðslufólks og inn á milli þá var ég að fikta mig áfram með að aflita, það var ekki góð hugmynd að gera þetta sjálf og svo var ferlið of langt og leiðinlegt fyrir minn smekk, verandi með dökkbrúnt hár fyrir.

Þetta endaði þó vel og litirnir fallegir þrátt fyrir að hafa ekki náð þeim stað sem ég vildi upprunalega, EN hárið var mjög ílla farið, slitið og erfitt að eiga við, fyrir þetta ævintýri þá var það alveg heilbrigt, ég blés hárið og notaði sléttujárn einungis nokkrum sinnum á ári sem hafði mikið að segja, en svo klippti ég síðu lokkanna af og sé töluvert eftir því, en gaman að hafa prófað eitthvað nýtt.

En nú í vörurnar sem ég nota til að fá boost í hársvörðin, vernda því fyrir hita, blæstri og sléttun, til að halda því hreinu lengur OG þar sem ég er náttúrulega ljóshærð að þá þarf ég að fríkka upp á rótina fyrir næsta tíma í litun.

Áður en ég hefst handa við að gera eitthvað með hárið að þá nota ég olíu til að næra það OG til að auðvelda að greiða úr því eftir sturtu, mæli mikið með þessari olíu, nota tvær pumpur á hverri hlið.

Nærir hárið og auðveldar að greiða

Það sem ég nota til að fá meiri lyftingu í rótina…..

Eftir þvott er þetta spreyjað í rótina fyrir blástur

Til að vernda hárið fyrir blástur og sléttun nota ég Heat Protection…..

Mikilvægt fyrir okkur sem blásum og sléttum á okkur hárið til að vernda það

Rótin hjá mér verður fljótt olíukennd þrátt fyrir að vera ekki skítug og við vitum öll að tíður þvottur er ekki ráðlagður, til að brúa bilið þá fann ég Dry Shampoo sem hentar mér, ég get ekki notað það ódýrasta það veldur kláða hjá mér. það góða við þessa vöru er að ég fæ lyftingu í rótina í leiðinni!

Tekur olíuna og veitir lyftingu

Þegar ég er komin með rót frá síðustu litun að þá nota ég lit til að fela hana og fann eina vöru sem ég er ánægð með. það kemur mikill litur úr þessu og til að forðast að liturinn fari í andlit eða á föt þá spreyja ég í bómul og set svo í rótina.

Nokkrir litir í boði

Mér finnst mjög gaman að prófa eitthvað nýtt, ef þið liggið á vörum sem þið teljið vera það besta, endilega deilið því með mér!

Þangað til næst

ath! þessi færsla er ekki kostuð

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *