Yndislega sál, dásamlegur vinur

Mig langar svo mikið til að segja ykkur frá vini mínum og hvaða áhrif það hefur haft á mig að hafa fengið hann inn í líf mitt.

Í fyrsta skiptið sem ég hitti Jóa féll ég kolflöt fyrir honum. Ég varð ekki rómantískt ástfangin, ég varð ástfangin af persónunni. Ég man aldrei eftir að hafa séð hann reiðann eða í fílu, nei í hvert sinn sem að við hittumst er bros á vör og gleði í kringum hann.

Þegar Jói sest niður til að tala við einhvern þá skiptir sú manneskja öllu máli. Honum tekst einhvern veginn að láta allt hverfa í kringum þig, eins og það sé bara þú og hann og enginn skiptir meira máli fyrir hann en þú og það er æðisleg tilfinning að finna að þú ert mikilvæg í augum einhvers.

Auðvitað notaði hann þessa hæfileika sína við veiðar og þónokkuð margar skvísurnar féllu fyrir þessu og enduðu djammið heima hjá honum.

Jói er líka sjúklega uppátækjasamur og uppáhaldið mitt var þegar hann hringdir heim niður á Grettisgötu þar sem ég bjó með vinkonu minni og kærsta hennar sem einmitt kynnti okkur fyrir Jóa. Hann spurði fyrst um Jónas sem var ekki heima þannig að Jói kvaddi. Stuttu síðar hringir hann aftur og spyr um Írisi og ég tjáði honum að þau væru bæði út á landi þessa helgina, aftur kvaddi hann eftir að vera búin að kvarta yfir því að það væri asnalegt að vera út á landi og þar af leiðandi væru þau leiðinleg. Stuttu síðar hringir síminn aftur og Jói var á línunni. Hæ, þetta er Jói, hvað ert þú að gera? Á þessum tíma var ég búin að hitta hann 1 sinni í kanski 10 mín og þekkti hann ekki neitt. Símtalið endaði á að Jói kom yfir og hann hélt partý heima hjá vinum sínum þegar þau voru ekki heima og ég hef sjaldan skemmt mér jafn vel.

Jói er lærður kokkur og maturinn hans er sjúklega JUMMMMMMMMMY (muniði ég er matfangin/ástfangin af mat) og hann er virkilega hæfileikaríkur og þeir hæfileikar komu honum út til Bandaríkjanna þar sem hann kokkaði fyrir ríka og fræga fólkið í Miami.

Í eldhúsinu að kokka

Þar kinntist hann konunni sinni henni Valeria og þar fann hann ástina í lífinu sínu. Þegar þau svo ákváðuð að flytja aftur heim til Íslands var spennan hjá okkur vinunum svo mikil að við mættum kl. 6 um morguninn heim til mömmu hans með bakkelsi og kaffi.

Mér stóð svolítil ógn af Valeriu enda er hún fyrverandi ungfrú Braselía, hávaxin, grönn og gullfalleg og ég var viss um að hún væri algjör t.. en mér til mikillar undrunar þá hugsaði hún það sama um mig. Fyrir hana var ég ógn við kærastann því hann talaði svo oft um mig og hvað hann elskaði mig mikið. Hennar orð voru “I totally hated you but now after I met you I understand why he loves you so much” (Ég gjörsamlega hataði þig en núna eftir að ég hef hitt þig skil ég af hverju hann elskar þig svona mikið) Ég elska það þegar maður hefur rangt fyrir sér í þessum málum.

Það var mikil hamingja þegar við fengum að vita að Valeria væri barnshafandi, þvílík hamingja og kom dóttir þeirra í heiminn í september 2002. Það var líka yndislegt að fá þær fréttir þegar þau giftu sig út í Brasilíu sama ár þegar þau heimsóttu fjölskyldu Valeriu. Jói kom svo heim á undan henni vegna vinnu en hún var áfram hjá fjölskuldunni sinni með litlu dótturina og soninn sem hún átti fyrir.

Það var í Janúar 2003 sem við hittumst í sumarbústað þar sem bæði Jói og Jónas vinur hans héldu uppá 25 ára afmælið sitt. Vá það var svo gaman. Þegar við tróðum okkur 11 eða 12 í 8 manna pott og þegar kvartað var um plássleysi kom Jói með þá útskýringu að það væri svona þröngt af því við vorum í fötum, enda taka sundföt hrikalega mikið pláss.

Allir voru töluvert í glasi og rosa gaman og við Jói fórum í smá þræting um hvort okkar elskaði hitt meira. Það kvöld fattaði ég hvern hann minnti mig á. Hann minnti mig á teiknimyndapersónurnar sem eru alltaf glaðar og brosandi og alltaf að bralla eitthvað, eins og Guffi og Dopey, alltaf veitandi gleði og hlátur hvert sem þeir koma.

Þetta var síðasta skiptið sem ég hitti Jóa.

Símtalið kom um hádegi á föstudeginum 28. mars 2003. Íris vinkona hringdi í mig til að láta mig vita að Jói frændi (en við kölluðum hann alltaf það) hefði látist í bílslysinu sem hafði verið um morguninn á Reykjanesbrautinni. Vá hvað ég varð reið út í hana að vera að ljúga svona að mér, og setning eins og ,,Hann var ekki í bílnum, hann getur ekki verið farinn” komu upp úr mér. Ég í raun fékk taugaáfall og settist á gólfið í vinnunni, með vinnusímann í höndunum og hágrét. Ég var svo niðurbrotin að hringt var í mömmu og hún kom og fór með mig heim.

Aftur fékk ég taugaáfall þegar nafn hans og mynd var birt í fréttunum, þetta varð þá allt í einu svo raunverulegt.

Jarðarförin var haldin 9. apríl og er það ein erfiðasta jarðarför sem ég hef farið í og ég hef því miður farið í allt of margar. Presturinn sem jarðaði hann þekkti hann og átti erfitt með halda aftur af tárunum. Frændi hans sem var honum eins bróðir enda voru þeir alltaf saman sagði kveðjuorð sem tóku á allar frumur líkamans. Við höfðum misst einn skærasta demantinn okkar, yndislegu sálina okkar, dásamlegan vin.

Ég held í raun að ég hafi aldrei komist yfir það að hafa misst hann og ég hugsa oft til hans og söknuðurinn er enn til staðar. Ég veit að við hittumst aftur og held fast í þá von. En núna sefur hann og hvílist til að geta verið í góðu formi til að bralla einhverja vitleysu með mér þegar við hittumst aftur.

Já ég elskaði Jóa, elskaði hann svo mikið að þegar ég komst að því mánuði eftir að hann lést að ég væri ófrísk kom bara eitt nafn til greina ef þetta yrði strákur enda heitir sonur minn Jóhannes eftir dásamlegum vini sem var ófeiminn að segja manni að hann elskaði mann og ófeiminn við að láta manni líða eins og mikilvægasta persóna í heiminum.

Elsku vinir, kunningjar og allir þarna úti, keyrið varlega, notið bílbelti, ekki vera í símanum eða undir áhrifum því það þarf ekki mikið til að eitthvað gerist. Dauði eins hefur áhrif á svo marga og sárin eru svo djúp að þau gróa aldrei að fullu.

(Vil taka það fram að Jói var ekki undir áhrifum eða í símanum, en skilirðin voru ekki góð, mikil rigning, vegurinn var háll og Jói missti stjórn á bílnum sem endaði fyrst á fólkfluttningabifreið og svo á öðrum bíl. Tveir létust og einn var alvarlega slasaður en lifði af)

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2003/03/28/thrir_alvarlega_slasadir_eftir_hardan_arekstur_a_re/

Mig langar að láta fylgja mynd sem ég tók 2009 minnir mig af strákunum mínum. Elska þá báða svo mikið.

Mamma taktu mynd þá áttu mynd af báðum Jóunum þínum

knús þar til næst

konan í Árbænum

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *